Íslenski boltinn

Ágúst tekinn við Gróttu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Þór Gylfason er mættur á Seltjarnarnesið.
Ágúst Þór Gylfason er mættur á Seltjarnarnesið. vísir/bára

Ágúst Þór Gylfason var í dag ráðinn þjálfari Gróttu sem verður nýliði í Pepsi Max-deild karla næsta sumar. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Ágúst kemur til félagsins frá Blikum en undir hans stjórn urðu Blikar í öðru sæti í deildinni síðustu tvö ár. Sá árangur dugði þó ekki til þess að halda starfinu og Blikar réðu Óskar Hrafn Þorvaldsson í hans stað.

Er Blikar réðu Óskar losnaði staðan út á Nesi og Ágúst hefur nú formlega haft starfsskipti við Óskar.

Guðmundur Steinarsson mun aðstoða Ágúst út á Nesi en hann var einnig aðstoðarmaður hans hjá Blikunum.

Áður en Ágúst fór til Blikanna var hann þjálfari Fjölnis og náði hann eftirtektarverðum í Grafarvoginum áður en hann færði sig yfir í Kópavoginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.