Erlent

Johnson verður að gefa eftir

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Michel Barnier er orðinn þreyttur á Johnson.
Michel Barnier er orðinn þreyttur á Johnson. Nordicphotos/Getty
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni.Samkvæmt Benn-lögunum svokölluðu þarf Johnson að biðja Evrópusambandið um frekari útgöngufrest ef samningur verður ekki samþykktur fyrir laugardag. Johnson vill fyrir alla muni koma í veg fyrir það enda byggði hann framboð sitt á að klára útgönguna þann 31. október, sama hvað.Fyrir helgi virtist vera að rofa til eftir að Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, funduðu í Liverpool. Ekki fékkst upp gefið hvað hefði breyst en stjórnmálaskýrendur ytra telja að Johnson hafi gefið verulega eftir í kröfum sem settar voru fram skömmu áður í „lokatilboðinu“. Talið er að Johnson hafi í grunninn fallist á tollalandamæri á Írlandshafi og þar með brugðist DUP, flokki sambandssinna á Norður-Írlandi.Síðan þá hefur hins vegar dregið úr bjartsýninni og andrúmsloftið í herbúðum Evrópusambandsins ber vitni um að meiri tíma þurfi til þess að vinna að samningi. Ekki megi flýta ferlinu of mikið því mikið sé í húfi, sérstaklega til þess að halda friðinn á Norður-Írlandi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Brexit-viðræður ganga hægt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.

Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson

Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.