Erlent

Brexit-viðræður ganga hægt

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Boris Johnson stendur í ströngu þessa dagana.
Boris Johnson stendur í ströngu þessa dagana. Nordicphotos/Getty

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.

Johnson mun í vikunni halda á leiðtogafund ESB í Brussel þar sem framtíð samninga um Brexit mun væntanlega ráðast. Breska þingið mun svo koma saman á laugardaginn og greiða atkvæði um þann samning sem forsætisráðherrann gæti hafa náð í Brussel.

Viðræður fulltrúa ESB og Bretlands eru sagðar ganga hægt og vildi aðalsamningamaður ESB ekki útiloka að þær myndu standa fram yfir leiðtogafundinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.