Horfði tignarlegur á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:45 Kim á leið upp Paektu á fáki sínum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA Norður-Kórea Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA
Norður-Kórea Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira