Enski boltinn

Trent Alexander-Arnold í heimsmetabók Guinness

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnold í leik með Liverpool gegn Leicester á dögunum.
Arnold í leik með Liverpool gegn Leicester á dögunum. vísir/getty

Trent Alexander-Arnold er búinn að skrá sig í sögubækurnar en nafn hans er í heimsmetabók Guinness fyrir árið 2020.

Eftir að hafa lagt upp tólf mörk á síðustu leiktíð er hann kominn í bókina en aldrei hefur varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni lagt upp jafn mörg mörk.

Alexander-Arnold lagði upp sextán mörk í öllum keppnum en tólf þeirra komu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók því fram úr Everton-mönnunum, Andy Hinchcliffe og Leighton Baines, sem voru mest með ellefu stoðsendingar.

Þetta dugði þó ekki Liverpool til þess að vinna deildina en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Englandsmeisturum síðustu tveggja ára, Manchester City.

Englendingurinn verður í eldlínunni um helgina er Liverpool heimsækir Manchester United. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar eftir átta leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.