Enski boltinn

Trent Alexander-Arnold í heimsmetabók Guinness

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnold í leik með Liverpool gegn Leicester á dögunum.
Arnold í leik með Liverpool gegn Leicester á dögunum. vísir/getty
Trent Alexander-Arnold er búinn að skrá sig í sögubækurnar en nafn hans er í heimsmetabók Guinness fyrir árið 2020.Eftir að hafa lagt upp tólf mörk á síðustu leiktíð er hann kominn í bókina en aldrei hefur varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni lagt upp jafn mörg mörk.Alexander-Arnold lagði upp sextán mörk í öllum keppnum en tólf þeirra komu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók því fram úr Everton-mönnunum, Andy Hinchcliffe og Leighton Baines, sem voru mest með ellefu stoðsendingar.Þetta dugði þó ekki Liverpool til þess að vinna deildina en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Englandsmeisturum síðustu tveggja ára, Manchester City.Englendingurinn verður í eldlínunni um helgina er Liverpool heimsækir Manchester United. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar eftir átta leiki.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.