Íslenski boltinn

Ætlar beint upp með Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Sigurbjörn Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, segir það spennadi en krefjandi verkefni að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Grindavík féll í haust úr Pepsi Max deild karla en ætlar sér ekki að dvelja lengi í Inkassodeildinni.

„Mjög spennandi að taka við Grindavík, nýfallnir og það verður bara krefjandi að ná þeim aftur á tærnar,“ sagði Sigurbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það er þarna fyrir öflugur kjarni af mönnum.“

„Við ætlum að reyna að vera samkeppnishæfir og gera atlögu að því að fara upp aftur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.