Erlent

Lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr

Samúel Karl Ólason skrifar
Blob í sínu náttúrulega umhverfi.
Blob í sínu náttúrulega umhverfi. Vísir/Parc Xoologique de Paris
Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.



Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann.

Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins.

Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar.

„Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins.

„Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“

CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt.

Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×