Lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 15:02 Blob í sínu náttúrulega umhverfi. Vísir/Parc Xoologique de Paris Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019 Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019
Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira