Enski boltinn

Gascoigne hreinsaður af öllum ákærum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gascoinge, eða Gazza eins og hann er stundum kallaður, er frjáls maður.
Gascoinge, eða Gazza eins og hann er stundum kallaður, er frjáls maður. vísir/getty
Paul Gascoigne hefur verið hreinsaður af öllum ákærum um kynferðisbrot.

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn var sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konu í lest frá York til Newcastle á síðasta ári.

Gascoigne var sakaður um að hafa kysst konu sem var mjög hissa á athæfi hans. Þau höfðu verið í sama lestarvagni í ferðinni. Hinn 52 ára Gascoigne sagði hins vegar að hann hefði kysst konuna til þess að koma sjálfstrausti hennar upp eftir að einhver hafi kallað hana feita í lestinni.



Málið fór fyrir dómstólinn í Teesside og komst kviðdómur að því í dag að hann væri saklaus.

Við upplestur úrskurðarins brást Gascoigne í grát og var greinilega þungu fargi af honum létt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×