Enski boltinn

Pellegrini segir Everton að halda tryggð við stjóra Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Everton og West Ham á síðustu leiktíð.
Úr leik Everton og West Ham á síðustu leiktíð. vísir/getty
Pellegrini segir Everton að halda tryggð við stjóra Gylfa

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, segir Everton að halda tryggð við stjóra sinn, Marco Silva, þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með liðinu.

Pellegrini og Silva mætast um helgina er West Ham og Everton mætast en gengi Everton hefur verið afleitt á tímabilinu. Liðið situr í fallsæti.

Pellegrini var í svipaðri stöðu og Silva er í núna fyrir 13 mánuðum síðan er West Ham hafði tapað fyrstu fjórum leikjunum í deildinni.

„Á síðasta tímabili unnum við þá 3-1 þegar við vorum í svipaðri stöðu og þeir eru núna en tímabilin eru öðruvísi og leikirnir öðruvísi,“ sagði Pellegrini.

„Ég er viss um að Everton komi með mikinn hraða og reyni að jafna sig á slæmu úrslitunum undanfarið. Mér finnst að Marco Silva eigi ekki að vera rekinn. Hann ætti að halda áfram að vinna þá vinnu sem hann er að vinna.“







Pellegrini segir einnig að ábyrgðin liggi að hluta til á herðum Marcel Brands sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

„Ef þú ræður stjóra til félagsins og færð hann til liðsins þá er það af því að hann er góður stjóri og þú hefur mikla trú á honum. Allir stjórar, á einhverjum tímapunkti, fá ekki úrslitin sem vonast er eftir.“

„Ég er ekki inni í vandamálum Everton en ég held að ef þú ert yfirmaður knattspyrnumála sem kemur inn með þjálfara sem er góður þjálfari, þá hefur hann líka ábyrgð ef þú rekur hann,“ sagði Pellegrini.

Everton og West Ham mætast klukkan 11.30 á Goodison Park á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×