Enski boltinn

Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði í leik með Reading
Jón Daði í leik með Reading Vísir/Sky Sports

Jón Daði hóf leikinn að venju á varamannabekk Millwall í dag. Undir lok fyrri hálfleiks kom Tom Bradshaw gestunum í Millwall yfir og eftir aðeins tíu mínútna leik í síðari hálfleik tvöfaldaði Jed Wallace forystuna með marki úr vítaspyrnu. Jón Daði kom svo inn af bekknum á 74. mínútu en eftir það seig á ógæfu hliðina hjá Millwall.

Joshua Dasilva minnkaði muninn fyrir Brentfort á 84. mínútu og fjórum mínútum síðar jafnaði Bryan Mbeumo metin. Það var svo Ollie Watkins sem tryggði Brentford dramatískan sigur í uppbótartíma eftir sendingu Mbeumo. Sigur Brentfort þýðir að þeir fara upp í 13. sæti B-deildarinnar með 15 stig á meðan Millwall er í því 17. með 14 stig.

Á Elland Road var Birmingham City í heimsókn. Eina mark leiksins skoraði Kalvin Phillips á 65. mínútu fyrir heimamenn í Leeds United og þar við sat. Leeds er komið upp í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur minna en topplið West Bromwich Albion, á meðan Birmingham eru um miðja deild í 12. sæti  með 16 stig. 

Þá vann Stoke City sinn annan leik á tímabilinu en liðið lagði Fulham nokkuð örugglega 2-0 á heimavelli í dag. Tyrese Campbell og Lee Gregory, úr vítaspyrnu, með mörkin. Stoke þar með komið úr botnsæti deildarinnar en þeir eru sem stendur í 23. sæti með átta stig. Fulham er hins vegar í 10. sætinu með 19 stig, aðeins tveimur stigur frá Preston North End sem eru í 6. sætinu en það gefur sæti í umspili um sæti í ensku úrvalseildinni.

Önnur úrslit
Barnsley 1-1 Swansea City
Charlton Athletic 3-0 Derby County
Hull City 2-3 Queens Park Rangers
Luton Town 3-0 Bristol City
Middlesbrough 0-1 West Bromwich Albion
Reading 1-0 Preston North End


Tengdar fréttir

Huddersfield bjargaði stigi í Blackburn

Huddersfield náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni í ensku Championship deildinni þegar liðið kom til baka og náði í jafntefli gegn Blackburn Rovers.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.