Fótbolti

Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björn Bergmann í baráttunni við Hörð Björgvin Magnússon
Björn Bergmann í baráttunni við Hörð Björgvin Magnússon Vísir/Getty
Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag.Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit.Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins.Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja.Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar.Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið.


Tengdar fréttir

Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu.

Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport.

Gylfi skoraði í mikilvægum sigri

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.