Enski boltinn

Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinn Aron var hetja Spezia í dag
Sveinn Aron var hetja Spezia í dag Vísir/Bára

Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Pepin kom heimamönnum í Pescara yfir eftir aðeins 23. mínútur og leiddu þeir með einu marki í hálfleik.

Paolo Bartolomei jafnaði leikinn fyrir Spezia á 69. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Sveinn Aron Spezia yfir. Hann hafði komið inn af varamannabekknum aðeins tíu mínútum fyrr.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og reyndist mark Sveins Arons því sigurmarkið, lokatölur 2-1.

Spezia er í fallbaráttu í B-deildinni og sigurinn því mjög mikilvægur. Liðið er nú komið með 7 stig eftir 8 leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.