Enski boltinn

Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinn Aron var hetja Spezia í dag
Sveinn Aron var hetja Spezia í dag Vísir/Bára
Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Pepin kom heimamönnum í Pescara yfir eftir aðeins 23. mínútur og leiddu þeir með einu marki í hálfleik.

Paolo Bartolomei jafnaði leikinn fyrir Spezia á 69. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Sveinn Aron Spezia yfir. Hann hafði komið inn af varamannabekknum aðeins tíu mínútum fyrr.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og reyndist mark Sveins Arons því sigurmarkið, lokatölur 2-1.

Spezia er í fallbaráttu í B-deildinni og sigurinn því mjög mikilvægur. Liðið er nú komið með 7 stig eftir 8 leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.