Fótbolti

Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðlaugur Victor spilaði báða landsleiki Íslands í undankeppni EM 2020 á dögunum
Guðlaugur Victor spilaði báða landsleiki Íslands í undankeppni EM 2020 á dögunum Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Darmstadt sótti St. Pauli heim og var staðan í leiknum markalaus í hálfleik.

Það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem ísinn var brotinn og íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fyrir gestina.

Heimamenn náðu ekki að svara svo mark Guðlaugs Victors réði úrslitunum í 1-0 sigri.

Þetta var annar sigur Darmstadt í deildinni og lyfti hann liðinu úr fallsæti og upp í það tólfta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.