Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:45 Björn Bergmann í baráttunni við Hörð Björgvin Magnússon Vísir/Getty Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit. Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins. Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar. Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið. Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit. Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins. Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar. Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið.
Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30
Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55
Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15
Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30
Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55