Íslenski boltinn

Eyjamenn kynna nýjan þjálfara síðdegis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi fær væntanlega það verkefni að koma ÍBV aftur upp í Pepsi Max-deildina.
Helgi fær væntanlega það verkefni að koma ÍBV aftur upp í Pepsi Max-deildina. vísir/daníel
ÍBV hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 17:30 í dag þar sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins verður kynntur.Búist er við því að Helgi Sigurðsson verði næsti þjálfari ÍBV.Helgi hætti með Fylki eftir síðasta tímabil. Hann stýrði liðinu í síðasta sinn í 4-2 tapi fyrir KA í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn.Helgi stýrði Fylki í þrjú ár. Hann kom liðinu upp úr Inkasso-deildinni og festi það í sessi í Pepsi Max-deildinni.ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni með aðeins tíu stig. Pedro Hipólito tók við ÍBV fyrir tímabilið en var látinn fara á miðju sumri. Ian Jeffs stýrði liðinu út tímabilið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.