Íslenski boltinn

Eyjamenn kynna nýjan þjálfara síðdegis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi fær væntanlega það verkefni að koma ÍBV aftur upp í Pepsi Max-deildina.
Helgi fær væntanlega það verkefni að koma ÍBV aftur upp í Pepsi Max-deildina. vísir/daníel

ÍBV hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 17:30 í dag þar sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins verður kynntur.

Búist er við því að Helgi Sigurðsson verði næsti þjálfari ÍBV.

Helgi hætti með Fylki eftir síðasta tímabil. Hann stýrði liðinu í síðasta sinn í 4-2 tapi fyrir KA í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn.

Helgi stýrði Fylki í þrjú ár. Hann kom liðinu upp úr Inkasso-deildinni og festi það í sessi í Pepsi Max-deildinni.

ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni með aðeins tíu stig. Pedro Hipólito tók við ÍBV fyrir tímabilið en var látinn fara á miðju sumri. Ian Jeffs stýrði liðinu út tímabilið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.