Erlent

Tvö ár frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mikill fjöldi kom saman í héraðinu í dag.
Mikill fjöldi kom saman í héraðinu í dag. AP/Emilio Morenatti

Tvö ár eru liðin í dag frá því Katalónar héldu atkvæðagreiðslu um að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. 92 prósent þeirra sem mættu á kjörstað sögðu já en andstæðingar sniðgengu flestir atkvæðagreiðsluna.

Í kjölfarið svipti Spánn héraðið sjálfstjórn tímabundið þar sem hæstiréttur hafði úrskurðað atkvæðagreiðsluna ólöglega.

Búist er við því að hæstiréttur Spánar dæmi senn í máli þeirra tólf leiðtoga sjálfstæðishreyfingarinnar sem voru ákærðir fyrir uppreisn og uppreisnaráróður vegna málsins. Auk þess eru ráðherrar og fyrrverandi héraðsforseti nú á flótta undan ákæru.

Quim Torra, forseti héraðsstjórnar, sagði í dag að héraðsstjórnin héldi enn fast í þá trú að héraðsbúar hefðu rétt til sjálfsákvörðunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.