Erlent

Tvö ár frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mikill fjöldi kom saman í héraðinu í dag.
Mikill fjöldi kom saman í héraðinu í dag. AP/Emilio Morenatti
Tvö ár eru liðin í dag frá því Katalónar héldu atkvæðagreiðslu um að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. 92 prósent þeirra sem mættu á kjörstað sögðu já en andstæðingar sniðgengu flestir atkvæðagreiðsluna.

Í kjölfarið svipti Spánn héraðið sjálfstjórn tímabundið þar sem hæstiréttur hafði úrskurðað atkvæðagreiðsluna ólöglega.

Búist er við því að hæstiréttur Spánar dæmi senn í máli þeirra tólf leiðtoga sjálfstæðishreyfingarinnar sem voru ákærðir fyrir uppreisn og uppreisnaráróður vegna málsins. Auk þess eru ráðherrar og fyrrverandi héraðsforseti nú á flótta undan ákæru.

Quim Torra, forseti héraðsstjórnar, sagði í dag að héraðsstjórnin héldi enn fast í þá trú að héraðsbúar hefðu rétt til sjálfsákvörðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×