Íslenski boltinn

Helgi: Langar að koma liðinu í efstu röð aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi Sigurðsson skrifaði undir hjá ÍBV í dag
Helgi Sigurðsson skrifaði undir hjá ÍBV í dag

Helgi Sigurðsson var í dag ráðinn sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV.

Helgi þjálfaði Fylki síðustu þrjú ár en hætti með liðið eftir tímabilið.

„Ég tel þetta vera gríðarlega spennandi verkefni, frábært að koma hingað í Eyjar,“ sagði Helgi eftir undirskriftina í dag.

„Mig langar að koma liðinu í fremstu röð aftur.“

ÍBV féll í Inkassodeildina í haust og þekkir Helgi það vel að koma liði aftur upp í efstu deild, því Fylkir var líka nýfallinn niður í Inkassodeildina þegar hann tók við þar.


Klippa: Helgi Sigurðsson ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBVAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.