Íslenski boltinn

Helgi: Langar að koma liðinu í efstu röð aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi Sigurðsson skrifaði undir hjá ÍBV í dag
Helgi Sigurðsson skrifaði undir hjá ÍBV í dag
Helgi Sigurðsson var í dag ráðinn sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV.Helgi þjálfaði Fylki síðustu þrjú ár en hætti með liðið eftir tímabilið.„Ég tel þetta vera gríðarlega spennandi verkefni, frábært að koma hingað í Eyjar,“ sagði Helgi eftir undirskriftina í dag.„Mig langar að koma liðinu í fremstu röð aftur.“ÍBV féll í Inkassodeildina í haust og þekkir Helgi það vel að koma liði aftur upp í efstu deild, því Fylkir var líka nýfallinn niður í Inkassodeildina þegar hann tók við þar.

Klippa: Helgi Sigurðsson ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.