Enski boltinn

Ritstjóri ESPN: Versta Man. Utd lið sem ég hef séð á ævinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar þakkar stuðningsmönnum United fyrir þeirra stuðning í gær.
Ole Gunnar þakkar stuðningsmönnum United fyrir þeirra stuðning í gær. vísir/getty
Alex Shaw, aðalritstjóri ESPN, segir að Manchester United liðið tímabilið 2019/2020 sé slakasta United-lið sem hann hefur séð á ævinni.

Shaw skrifaði þetta eftir að United gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöldi en United skapaði sér varla færi í leiknum.

Byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið góð því hún er sú versta í 30 ár. Færist meiri og meiri pressa á stjórann, Ole Gunnar Solskjær.

„Þetta er versta Man. United lið sem ég hef séð á ævinni (ég er ekki það gamall en nokkuð gamall). Þeir hafa ekki klisjur eins og karakter en aðal atriðin eru gæði,“ skrifaði Shaw.







„Auðveld atriði; sendingar, stjórnun í litlum svæðum, hraði: ekkert. Þetta er svo lélegt,“ hélt ósáttur Shaw áfram.

United mætir Newcastle um helgina og reynir því að ná í sinn fyrsta sigur á útivelli síðan í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×