Enski boltinn

Eriksen gæti yfirgefið Tottenham í janúar: Umboðsmaðurinn sagður ræða við Real um helgina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen hefur leikið með Tottenham síðan 2013.
Eriksen hefur leikið með Tottenham síðan 2013. vísir/getty
Umboðsmaður Christian Eriksen, miðjumanns Tottenham, verður í Madríd um helgina þar sem hann mun ræða við spænska stórliðið Real Madrid.

Daninn vill komast til Madrídar í janúar en hann var mikið orðaður við brottför frá Tottenham í sumar. Ekkert varð úr því en hann er á síðasta ári á samningi sínum hjá Tottenham.



Samningur Eriksen við Tottenham rennur út næsta sumar og ef Tottenham ætlar að fá pening fyrir þennan 27 ára gamla Dana verða þeir að selja hann í janúar.

Þessi fyrrum miðjumaður Ajax er talinn ólmur vilja nýja áskorun en Tottenham hefur ekki farið sérlega vel af stað á leiktíðinni. Þeir töpuðu meðal annars 7-2 gegn Bayern í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×