Íslenski boltinn

Birkir til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir í Valsbúningnum.
Birkir í Valsbúningnum. mynd/valur

Miðjumaðurinn Birkir Heimisson er genginn í raðir Vals.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson fær til Vals eftir að hann tók við liðinu fyrr í vikunni.

Undanfarin þrjú ár hefur Birkir verið á mála hjá Heerenveen í Hollandi. Hann lék með unglinga- og varaliðum félagsins.

Birkir, sem er 19 ára, er uppalinn hjá Þór á Akureyri og lék sex leiki með liðinu í Inkasso-deildinni 2016.

Birkir hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað fimm mörk.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.