Íslenski boltinn

„Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir sigur Vals á HK, 2-0, í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á laugardaginn sendu Valsmenn frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Ólafur Jóhannesson fengi ekki nýjan samning hjá félaginu.

Ólafur vann stóran titil á fyrstu fjórum árum sínum hjá Val en í sumar gekk allt á afturfótunum hjá liðinu. Valur endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féll úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ólihefur skilað frábæru starfi en þetta tímabilið var rosalega erfitt. Eins og við komum inn á áðan með Ágúst [Gylfason] ertu greinilega ekki búinn að vinna þér inn meira en eitt slæmt tímabil og þá er ákveðið að fara í breytingar,“ sagði Reynir Leósson í lokaþætti Pepsi Max-markanna á laugardaginn.

„Óli hann á stóran sess í sögu Vals. Hann skilaði fjórum titlum og hefur skemmt okkur með því að búa til frábært Valslið. Þetta er enginn áfellisdómur yfir Óla. Hann er frábær þjálfari.“

Þorvaldur Örlygsson telur að það séu nokkrar vikur síðan Valur ákvað að skipta um þjálfara.

„Óli gerði mjög vel hjá Val. En í sumar gekk ekkert upp hjá þeim. Óli er reynslumikill og hefur örugglega á vissum tímapunkti í sumar gert sér grein fyrir að hans tími væri búinn. Ég held að hann hafi fengið staðfestingu á því fyrir nokkru,“ sagði Þorvaldur.

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, hefur verið sterklega orðaður við Val og færeyskir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann sé búinn skrifað undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×