Íslenski boltinn

Sigurður Egill framlengir við Val: „Get ekki beðið eftir að byrja æfa undir leiðsögn Heimis“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður í leik með Val í sumar.
Sigurður í leik með Val í sumar. vísir/bára
Sigurður Egill Lárusson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val en Valsmenn tilkynntu þetta í morgun.

Sigurður Egill spilaði 16 leiki fyrir Val í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en hann hefur verið í herbúðum Valsmanna frá árinu 2013. Áður lék hann með Víkingi.

Hann var lykilmaður í liði Vals sem varð bikarmeistari árið 2015 og 2016 og Íslandsmeistari næstu tvö ár þar á eftir en í ár endaði liðið í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Því ákváðu Valsmenn að skipta um þjálfara. Ólafur Jóhannesson lét af störfum og Heimir Guðjónsson er tekinn við en hann skrifaði undir fjögurra ára samning.

„Gríðarlega spennandi tímar framundan undir stjórn Heimis og ég get ekki beðið eftir að byrja æfa undir hans leiðsögn,“ sagði Sigurður við heimasíðu Vals.Heimir var einnig ánægður að Sigurður hafi ákveðið að framlengja samning sinn við félagið.

„Frábært að Siggi Lár hafi framlengt við félagið því hann er einfaldlega frábær fótboltamaður,“ sagði Heimir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.