VAR tryggði Crystal Palace sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
VAR skoðar sigurmarkið.
VAR skoðar sigurmarkið. vísir/getty
Crystal Palace vann 2-1 sigur á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Markalaust var í hálfleik en á 54. mínútu komust heimamenn yfir með marki frá hinum franska Sebiastan Haller.

Gestirnir jöfnuðu níu mínútum síðar er Patrick Van Aanholt skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Cheikhou Kouyate.

Á 87. mínútu skoraði Jordan Ayew en aðstoðardómarinn flaggaði hann rangstaðan. Eftir mikla skoðun í VARsjánni var markið hins vegar dæmt gilt og reyndist það sigurmark West Ham.

Eftir sigurinn er Palace í 4. sæti deildarinnar með fjórtán stig en West Ham er þremur sætum neðar með tveimur stigum minna.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira