Íslenski boltinn

Héldu meistarakaffi í vinnunni: Pínu gas í manni þessa dagana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þeir Björn Einarsson, formaður Víkings, og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, mega vera afar ánægðir með afrakstur sinna liða í sumar. Margir vita ekki að þeir eru einnig og hafa verið til fjölda ára samstarfsmenn hjá TVG Ziemsen.Félagarnir héldu meistarakaffi í vinnunni í gær þar sem haldið var upp á árangurinn. Þar var afrakstur sumarsins til sýnis - Íslandsmeistarabikar KR fyrir sigur í Pepsi Max deild karla og bikarinn sem Víkingar fengu fyrir sigur liðsins í Mjólkurbikar karla.„Mér finnst þrælmerkilegt að við sem vinnum hérna á sama vinnustað höfum náð þessum tveimur stóru titlum í sumar,“ sagði Björn.Kristinn neitar því ekki að starfsmenn TVG Ziemsen þurfi aðeins að líða fyrir velgengni þeirra félaga.„Það er pínu gas í manni þessa dagana, því er ekki að neita,“ sagði Kristinn í léttum dúr. „En starfsmenn fagna með okkur líka, þetta er eins liðsheild eins og í fótboltanum.“KR-ingar fengu fyrir síðastliðið tímabil tvo af lykilmönnum Víkinga í sitt lið, þá Arnþór Inga Kristinsson og Alex Frey Hilmarsson.„Yfirleitt erum við mjög samhentir yfir sumarið. En ég neita því ekki að það kom pínu spennustig þegar Arnþór færði sig yfir. En við leystum það svo, við félagarnir,“ sagði Björn í viðtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum.Björn fullyrti enn fremur að í hópi starfsmanna hans væru að langmestum hluta Víkingar - níu af hverjum tíu.„Það er auðvitað bara kjaftæði,“ sagði Kristinn brosandi. „Hann er rosalegur, kallinn.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.