Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 8. október 2019 09:02 Nýfundnu tungl Satúrnusar liggja utarlega og taka því á bilinu 2-3 ár að ganga um reikistjörnuna. AP/NASA/JPL/Space Science Institute Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni. Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni.
Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32
Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43
NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent