Íslenski boltinn

Haraldur Björnsson áfram í Garðabænum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur Björnsson í leik með Stjörnunni gegn Blikum í sumar.
Haraldur Björnsson í leik með Stjörnunni gegn Blikum í sumar. vísir/vilhelm
Haraldur Björnsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna en Garðbæingar tilkynntu þetta í morgun.Haraldur hefur leikið með Stjörnunni síðan 2017 er hann snéri heim úr atvinnumennsku. Áður lék hann með Þrótti og Val hér á landi.Hann varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018 en hann hefur ekki misst af leik í Pepsi Max-deildinni síðustu tvö tímabil.Stjarnan endaði í 4. sæti deildarinnar í sumar og leikur því ekki í Evrópukeppni næsta sumar.Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hafi framlengt samning sinn um tvö ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.