Íslenski boltinn

Haraldur Björnsson áfram í Garðabænum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur Björnsson í leik með Stjörnunni gegn Blikum í sumar.
Haraldur Björnsson í leik með Stjörnunni gegn Blikum í sumar. vísir/vilhelm

Haraldur Björnsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna en Garðbæingar tilkynntu þetta í morgun.

Haraldur hefur leikið með Stjörnunni síðan 2017 er hann snéri heim úr atvinnumennsku. Áður lék hann með Þrótti og Val hér á landi.Hann varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018 en hann hefur ekki misst af leik í Pepsi Max-deildinni síðustu tvö tímabil.

Stjarnan endaði í 4. sæti deildarinnar í sumar og leikur því ekki í Evrópukeppni næsta sumar.

Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hafi framlengt samning sinn um tvö ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.