Erlent

Kali­forníu­búar búa sig undir raf­magns­leysi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurspáin gerir ráð fyrir miklum vindi á næstunni.
Veðurspáin gerir ráð fyrir miklum vindi á næstunni. AP

Íbúar í norðurhluta Kalíforníuríkis búa sig nú undir víðtækt rafmagnsleysi sem gæti varað í nokkra daga. Er ætlunin að taka rafmagnið af um 800 þúsund heimilum, verslunum og skólum í tilraun til að koma í veg fyrir mögulega kjarrelda.

Stórir hlutar svæðisins í kringum San Francisco flóa verða fyrir áhrifum, en þó ekki sjálf San Francisco borg.

Veðurspáin gerir ráð fyrir miklum vindi á næstunni og því er hugmyndin að koma í veg fyrir að fallnar rafmagnslínur kveiki elda en svæðið hefur orðið afar illa úti úr slíkum eldum síðustu ár.

Á síðasta ári brunnu til að mynda 150 þúsund ekrur í og í grennd við bæinn Paradise og létu 86 manns lífið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.