Erlent

Kali­forníu­búar búa sig undir raf­magns­leysi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurspáin gerir ráð fyrir miklum vindi á næstunni.
Veðurspáin gerir ráð fyrir miklum vindi á næstunni. AP
Íbúar í norðurhluta Kalíforníuríkis búa sig nú undir víðtækt rafmagnsleysi sem gæti varað í nokkra daga. Er ætlunin að taka rafmagnið af um 800 þúsund heimilum, verslunum og skólum í tilraun til að koma í veg fyrir mögulega kjarrelda.

Stórir hlutar svæðisins í kringum San Francisco flóa verða fyrir áhrifum, en þó ekki sjálf San Francisco borg.

Veðurspáin gerir ráð fyrir miklum vindi á næstunni og því er hugmyndin að koma í veg fyrir að fallnar rafmagnslínur kveiki elda en svæðið hefur orðið afar illa úti úr slíkum eldum síðustu ár.

Á síðasta ári brunnu til að mynda 150 þúsund ekrur í og í grennd við bæinn Paradise og létu 86 manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×