Erlent

Segir Johnson reyna að skapa óeirðir og læti

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Keir Starmer þingmaður Verkamannaflokksins.
Keir Starmer þingmaður Verkamannaflokksins. Nordicphotos/Getty
Keir Starmer, skugga- útgöngumálaráðherra, segir að Boris Johnson sé að reyna að skapa eins mikla úlfúð og læti og hægt er til þess að komast hjá því að sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins. Þetta sjáist best í orðalagi Johnsons og félaga hans, til að mynda varðandi hina myrtu þingkonu Jo Cox.

Árið 2004 kom stjórn Tony Blair á neyðarlögum sem nota má á ófriðartímum og gefur ríkisstjórnum frekari völd en ella. Starmer telur að Johnson vilji fá þessa heimild til að knýja Brexit í gegn hinn 31. október. Fyrst þurfi að skapast aðstæður sem réttlæti að beita neyðarlögunum, til dæmis óeirðir eða dauðsföll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×