Enski boltinn

Tíu ár frá sigurmarki Owen á 95. mínútu í baráttunni um Manchester | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Owen skorar sigurmarkið framhjá Shay Given.
Owen skorar sigurmarkið framhjá Shay Given. vísir/getty

Í dag eru tíu ár frá því að enski framherjinn, Michael Owen, skoraði sigurmarkið í grannaslagnum milli Manchester United og Manchester City.

Leikurinn er einn sá skemmtilegasti grannaslagur í manna minnum en leiknum endaði með 4-3 sigri United þar sem sigurmarkið kom á 95. mínútu.

United náði í þrígang forystunni í leiknum en alltaf kom City til baka. Sigurmarkið kom nánast með síðustu spyrnu leiksins og það gerði fyrrum enski landsliðsmaðurinn með sínu fyrsta marki á Old Trafford.

Leikurinn var árið 2012 valinn besti leikur í sögu tuttugu ára feril ensku úrvalsdeildarinnar á hátíð sem var haldið það árið en slík var skemmtunin í þessum leik.

Manchester United endaði í 2. sætinu með 85 stig, einu stigi á eftir Chelsea, en Man. City endaði í fimmta sætinu með 67 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.