Enski boltinn

Pogba keypti varðhund fyrir rúmar 2,3 milljónir króna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba lék ekki með Manchester United í tapinu fyrir West Ham United í gær vegna meiðsla.
Pogba lék ekki með Manchester United í tapinu fyrir West Ham United í gær vegna meiðsla. vísir/getty

Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, borgaði öryggisfyrirtæki rúmar 2,3 milljónir íslenskra króna fyrir varðhund.

Öryggisfyrirtækið Chaperone K9 útvegaði Pogba hundinn sem ku vera af tegundinni rottweiler.

Sama fyrirtæki seldi samherjum Pogba hjá United, Marcus Rashford og Phil Jones, svipaða varðhunda.

Pogba hefur átt í stormasömu sambandi við stuðningsmenn United. Margir þeirra voru ekki ánægðir með þegar franski miðjumaðurinn vildi yfirgefa herbúðir United í sumar.

Pogba hefur misst af síðustu leikjum United vegna ökklameiðsla.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.