Vandræði Man. United halda áfram eftir tap gegn West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aaron Cresswell skorar úr aukaspyrnunni.
Aaron Cresswell skorar úr aukaspyrnunni. vísir/getty
Vandræði Manchester United á leiktíðinni halda áfram en liðið tapaði á útivelli fyrir West Ham á útivelli, 2-0, er liðin mættust í 6. umferð enska boltans í dag.Það voru ekki mörg færi í fyrri hálfleiknum en liðin voru ekki að opna sig og það þurfti að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins.Fyrra mark West Ham skoraði Andriy Yarmolenko undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk boltann við vítateig Man. Utd eftir samspil Mark Noble og Felipe Anderson og þrumaði boltanum í fjærhornið. 1-0 í hálfleik.Juan Mata hefði átt að jafna fyrir Manchester United er síðari hálfleikurinn var nýhafinn en hann hitti ekki markið eftir góða fyrirgjöf Andreas Pereira.Annað markið var af dýrari gerðinni. Frábært aukaspyrnumark hjá Aaron Cresswell sem þrumaði boltanum framhjá varnarlausum David de Gea en það kom á 84. mínútu. Lokatölur 2-0.West Ham er komið upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigurinn en þeir eru með ellefu stig eftir sex leiki. Man. Utd er með átta stig í sjöunda sæti deildarinnar.Crystal Palace og Wolves gerðu 1-1 jafntefli í hinum leiknum sem lokið er í ensku úrvalsdeildinni. Leander Dendoncker kom Palace yfir með sjálfsmarki en Diogo Jota bjargaði stigi fyrir Wolves í uppbótartíma.Á 73. mínútu fékk Romain Saiss sitt annað gula spjald og lék Wolves því einum færri síðasta stundarfjórðunginn en það kom ekki að sök.Wolves er með þrjú stig að loknum fimm leikjum en Crystal Palace er með sjö stig í 13. sætinu.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.