Enski boltinn

Roy Keane um Man. Utd: „Hneykslaður og sorgmæddur hversu slakir þeir voru“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Man. Utd svekktir eftir annað mark West Ham.
Leikmenn Man. Utd svekktir eftir annað mark West Ham. vísir/getty
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, var í vandræðum með að lýsa hversu slakir United-menn voru í 2-0 tapinu gegn West Ham á Lundúnarleikvanginum í gær.Það var ekki margt jákvætt í frammistöðu Manchester United í dag en liðið er einungis með átta stig eftir sex leiki í deildinni. Keane var ekki sáttur.„Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er hneykslaður og sorgmæddur hversu slakir þeir voru,“ sagði Roy Keane er hann greindi leikinn hjá Sky Sports með Jose Mourinho.„Þú getur tapað fótboltaleikjunum en það er hvernig þú gerir það. Það voru enginn gæði, það vantaði leiðtoga og karaktera. Það er langur vegur til baka hjá United og það er ógnvekjandi hversu hátt fallið er.“Hinn spekingurinn var Jose Mourinho en hann var einmitt rekinn frá Man. Utd í desember. Ole Gunnar Solskjær tók við af honum og hann er enn við stjórnvölinn.„Ég get ekki fundið neitt jákvætt. Við vorum slakir á síðasta tímabili en ég sé ekki neina bætingu með þremur nýjum leikmönnum,“ sagði Mourinho og átti þá við Harry Maguire, Daniel James og Aaron Wan-Bissaka.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.