Erlent

Sakaður um að drepa föður sinn á villi­svína­veiðum

Atli Ísleifsson skrifar
Feðgarnir voru á villisvínaveiðum í þjóðgarði.
Feðgarnir voru á villisvínaveiðum í þjóðgarði. Getty

Lögregla á Ítalíu hefur sakað karlmann um manndráp af gáleyfi eftir að hann skaut og drap föður sinn á villisvínaveiðum.

Í frétt BBC segir að feðgarnir hafi verið á ferð í þéttu skóglendi nálægt bænum Postiglione í Salerno-héraði í suðurhluta landsins á sunnudag þegar atvikið átti sér stað.

Sonurinn, sem er 34 ára, á að hafa skotið úr riffli sínum þegar hann sá skugga og greinar á hreyfingu. Hafnaði kúlan neðarlega í kvið föðurins. Sonurinn kallaði þá til björgunarlið og reyndi að bjarga lífi föður síns, hins 55 ára Martino Gaudioso, en allt kom fyrir ekki.

Ítalskir fjölmiðlar segja feðgana hafa verið á veiðum í þjóðgarði þar sem veiðar eru bannaðar. Voru rifflar þeirra gerði upptækir.

Þetta er ekki eina sambærilega dauðsfallið á Ítalíu á síðustu árum. Í október á síðasta ári hvatti umhverfisráðherra landsins, Sergio Costa, til þess að bannað yrði að stunda skotveiðar á sunnudögum.

Gerði ráðherrann það í kjölfar þess að átján ára piltur var skotinn til bana á veiðum nærri frönsku landamærunum. Þá létust einnig 56 ára og 20 ára karlmenn í svipuðum slysum sama mánuðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.