Ítalía

Fréttamynd

Ítalíuævintýri til Verona

„Verona er af mörgum kölluð borg ástarinnar. Hún er meðal annars sögusvið frægustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu og Shakespeare sótti mikinn innblástur til Verona. Í ferðinni heimsækjum við húsið þar sem svalir Júlíu eru,“ segir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir en hún verður fararstjóri vikuferðar til Verona með Úrval Útsýn dagana 12. til 19. júní.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.

Lífið
Fréttamynd

Raiola látinn

Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir ekkert eftir af Mariu­pol og kallar eftir að­gerðum

Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum.

Erlent
Fréttamynd

Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín

Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Robinho

Ítölsk yfirvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur fyrrverandi knattspyrnumannsins Robinho. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, AC Milan og Manchester City var árið 2017 dæmdur í níu ára fangelsi fyrir hópnauðgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu

Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú.

Erlent
Fréttamynd

Ekki enn tekist að kjósa nýjan forseta á Ítalíu

Ekki náðist samstaða meðal ítalskra þingmanna í dag um hver skyldi verða næsti forseti landsins, annan daginn í röð. Þingmenn gengu aftur til kosninga í dag en leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru ósammála um hver eigi að taka við.

Erlent
Fréttamynd

Endurtaka forsetakosningar á Ítalíu

Ítalskir þingmenn náðu ekki samstöðu um hver skyldi verða næsti forseti landsins í gær þegar leynileg kosning fór fram í þinginu. Leiðtogar stjórnmálaflokka funda nú til þess að komast að samstöðu um forsetaframbjóðanda og koma í veg fyrir stjórnarkreppu.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.