Ítalía

Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku
Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar.

Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni
Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri.

„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“
Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð.

Kvikmyndastjarnan Gina Lollobrigida er látin
Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“.

Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta
Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk.

Gianluca Vialli látinn
Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára.

Frans páfi bað fyrir Úkraínumönnum
Frans páfi talaði um innrásina í Úkraínu í jólaávarpi sínu í dag. Hann bað almenning um að biðja fyrir Úkraínumönnum, sem væru án rafmagns og hita.

Skaut þrjár konur til bana og særði fjögur í Róm
Þrjár konur létu lífið og fjórir aðrir særðust þegar maður hóf skothríð á kaffihúsi í ítölsku höfuðborginni Róm í gær.

Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis
Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim.

Alvöru ítalskt: „Ég lofa að vera þér alltaf trúr, í gleði og sársauka…“
„Ég lofa að vera þér alltaf trúr, í gleði og sársauka, í heilsu og veikindum, í auði og fátækt og að elska þig og heiðra alla daga lífs míns. Ég lofa að gæta þín og næra ástarloga mína til þín á hverjum degi, svo sá logi muni vaxa og dafna það sem eftir er ævi minnar,“ segir brúðguminn Riccardo Loss við brúði sína.

Sjö fundist látnir eftir aurskriðuna á Ischia
Sjö hafa nú fundist látnir og fimm er enn saknað eftir að aurskriða féll á ítölsku eyjunni Ischiaum helgina. Björgunarstarf stendur enn yfir og segir talsmaður yfirvalda að börn séu í hópi þeirra sem sé saknað.

Kona fannst látin og tíu enn saknað
Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað.

Minnst tólf saknað eftir aurskriðu á Ítalíu
Stór aurskriða fór yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia á Ítalíu í morgun. Minnst tíu hús hrundu vegna skriðunnar en mikið hefur rignt á eyjunni undanfarna daga.

Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg
Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna.

Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð
Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina.

Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni
Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám.

„Hringarnir gleymdust rétt fyrir athöfnina“
Innanhússhönnuðurinn Stella Birgisdóttir og Jakob Helgi Bjarnason, framkvæmdarstjóri Modulus giftu sig við fallega athöfn í Flórens í síðasta mánuði. Þau hafa verið saman í níu ár og eiga eina dóttur, Katrínu Önnu.

Meloni orðin forsætisráðherra
Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini.

Mafíusögur 2022: „Er einhver frægur kominn hingað?“
Það er yfir þrjátíu stiga hiti á paradísareyjunni Ustica, en hún er í ríflega klukkustundar siglingafjarlægð frá Palermo á Sikiley.

Totti og fyrrverandi konan hans stálu af hvort öðru
Skilnaður Francescos Totti og Ilary Blasi virðist ætla að vera ansi ljótur en ásakanir um þjófnað ganga milli hjónanna fyrrverandi.