„Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:40 Boris Johnson í New York í gær þar sem hann tekur þátt í allsherjarþingi og loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna. vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38