Brexit

Fréttamynd

Búa sig undir Boris Johnson

Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson.

Erlent
Fréttamynd

Hafa áhyggjur af samningsleysi

Breskir þingmenn úr bæði Íhaldsflokki og Verkamannaflokki sögðust í gær vera að leita leiða til þess að koma í veg fyrir að næsti forsætisráðherra beiti sér fyrir samningslausri útgöngu úr Evrópusambandinu, þvert gegn vilja þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Ekki bara Brexit

Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um "Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi.

Skoðun
Fréttamynd

Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands

Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Segir að engin gögn bendi til afskipta Rússa

Engin sönnunargögn benda til þess að utanaðkomandi aðilar á borð við rússnesk stjórnvöld hafi nýtt sér samfélagsmiðilinn Face­book til þess að hafa óeðlileg afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu sumarið 2016.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Ekki vera heigull, Boris“

Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Johnson bætti við sig fylgi

Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta.

Erlent
Fréttamynd

Sigurinn ekki unninn hjá Johnson

Rúmlega þriðjungur þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með Boris Johnson í fyrstu umferð leiðtogakjörs flokksins í gær. Fékk meira en tvöfaldan atkvæðafjölda næstefsta manns. Einu konurnar duttu úr leik. Johnson getur þó ekki fagnað sigri strax.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.