Brexit

Fréttamynd

Brexit eftir­sjá í hæstu hæðum

Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng.

Erlent
Fréttamynd

Lömuð sænsk kona föst á Bret­lands­eyjum vegna skrif­ræðis

Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi.

Erlent
Fréttamynd

Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð

Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit.

Erlent
Fréttamynd

Boris, Brussel og bandarískir bændur

Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök

Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga

Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er fúlt“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum

Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé.

Innlent
Fréttamynd

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn.

Erlent
Fréttamynd

Tómar hillur verslana í Bret­landi

Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu

Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit

Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton.

Fótbolti
Fréttamynd

Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi

Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl  í síðasta lagi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tækifærin í Brexit?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttu­maður fyrir Brexit vill Bret­land úr Euro­vision

Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær.

Lífið