Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2019 17:26 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar. Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar.
Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30