Ummæli Boris um Jo Cox falla í grýttan farveg Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2019 08:01 Hart er sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty Ummæli Boris Johnson forsætisráðherra á breska þinginu í gær um Jo Cox, þingkonu sem myrt var árið 2016, haf fallið í afar grýttan jarðveg. Johnson var að svara þingkonu Verkamannaflokksins sem tók sæti Cox á þinginu en þingkonan var myrt í kosningabaráttunni um Brexit af hægri öfgamanni í Leeds þann 16. júní 2016. Johnson sagði að besta leiðin til að heiðra minningu Cox, sem barðist gegn Brexit, væri að klára Brexit og koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu. Eiginmaður Cox tjáði sig um ummælin á Twitter og sagði þau ógeðfelld. Besta leiðin til að heiðra minningu eiginkonu sinnar væri að þingmenn stæðu með eigin sannfæringu en um leið að sýna öðrum skoðunum virðingu og ávallt hafa það í heiðri sem sameini landsmenn.Feel a bit sick at Jo’s name being used in this way. The best way to honour Jo is for all of us (no matter our views) to stand up for what we believe in, passionately and with determination. But never to demonise the other side and always hold onto what we have in common. — Brendan Cox (@MrBrendanCox) September 25, 2019„Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt,“ sagði Cox í tísti sínu. Í frétt BBC er haft eftir Brendan Cox að Jophnson væri „hroðvirknislegur“ (e. sloppy) með því að láta orðin falla, en að hann væri ekki „vondur maður“. Mikil spenna og stór orð voru látin falla í umræðum á breska þinginu í gær, degi eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm að ákvörðun Johnson að senda þingmenn heim í fimm vikur væru ólöglegar. Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að frestun þingfunda var úrskurðuð ólögmæt. 25. september 2019 19:00 Sagði að besta leiðin til að heiðra minningu látinnar þingkonu væri að „klára Brexit“ Þetta kom fram í máli Johnsons þegar hann kom fyrir neðri deild breska þingsins í kvöld. 25. september 2019 22:09 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Ummæli Boris Johnson forsætisráðherra á breska þinginu í gær um Jo Cox, þingkonu sem myrt var árið 2016, haf fallið í afar grýttan jarðveg. Johnson var að svara þingkonu Verkamannaflokksins sem tók sæti Cox á þinginu en þingkonan var myrt í kosningabaráttunni um Brexit af hægri öfgamanni í Leeds þann 16. júní 2016. Johnson sagði að besta leiðin til að heiðra minningu Cox, sem barðist gegn Brexit, væri að klára Brexit og koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu. Eiginmaður Cox tjáði sig um ummælin á Twitter og sagði þau ógeðfelld. Besta leiðin til að heiðra minningu eiginkonu sinnar væri að þingmenn stæðu með eigin sannfæringu en um leið að sýna öðrum skoðunum virðingu og ávallt hafa það í heiðri sem sameini landsmenn.Feel a bit sick at Jo’s name being used in this way. The best way to honour Jo is for all of us (no matter our views) to stand up for what we believe in, passionately and with determination. But never to demonise the other side and always hold onto what we have in common. — Brendan Cox (@MrBrendanCox) September 25, 2019„Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt,“ sagði Cox í tísti sínu. Í frétt BBC er haft eftir Brendan Cox að Jophnson væri „hroðvirknislegur“ (e. sloppy) með því að láta orðin falla, en að hann væri ekki „vondur maður“. Mikil spenna og stór orð voru látin falla í umræðum á breska þinginu í gær, degi eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm að ákvörðun Johnson að senda þingmenn heim í fimm vikur væru ólöglegar.
Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að frestun þingfunda var úrskurðuð ólögmæt. 25. september 2019 19:00 Sagði að besta leiðin til að heiðra minningu látinnar þingkonu væri að „klára Brexit“ Þetta kom fram í máli Johnsons þegar hann kom fyrir neðri deild breska þingsins í kvöld. 25. september 2019 22:09 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að frestun þingfunda var úrskurðuð ólögmæt. 25. september 2019 19:00
Sagði að besta leiðin til að heiðra minningu látinnar þingkonu væri að „klára Brexit“ Þetta kom fram í máli Johnsons þegar hann kom fyrir neðri deild breska þingsins í kvöld. 25. september 2019 22:09