Breska þingið kom saman í fyrsta skipti í dag eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Johnson-stjórnarinnar um að fresta þingfundum þann 9. september síðastliðin hafi verið ólögmæt.
Johnson ávarpaði jafnframt þingið í fyrsta sinn í kvöld eftir úrskurð hæstaréttar. Hann var ítrekað gagnrýndur fyrir orðalag sem hann hefur haft uppi í tengslum við Brexit. Þannig beindi Tracey Brabin, þingkona breska Verkamannaflokksins, því til Johnsons að með orðalagi sínu ýjaði hann að því að andstæðingar hans væru „föðurlandssvikarar“ vegna þess að þeir væru ekki sammála honum.
Brabin hvatti Johnson til að gæta orða sinna og nefndi í því samhengi morðið á áðurnefndri Jo Cox, þingkonu Verkamannaflokksins, sem myrt var þann 16. júní 2016, viku áður en atkvæðagreiðsla um Brexit fór fram.
Johnson svaraði Brabin um hæl. „Besta leiðin til að heiðra minningu Jo Cox og, raunar, besta leiðin til að sameina þjóðina væri, að ég held, að klára Brexit.“
Hér að neðan má sjá myndband Sky News af orðaskiptunum.
Tracey Brabin, who succeeded murdered Jo Cox as MP for Batley and Spen, calls on the PM to "moderate his language so that we will all feel secure when we're going about our jobs".
— Sky News (@SkyNews) September 25, 2019
Boris Johnson replies: "The best way to honour the memory of Jo Cox...would be to get Brexit done". pic.twitter.com/JhdXOuLGzH
Brendan Cox, ekkill Jo Cox, lýsti yfir óánægju með tíst forsætisráðherrann í tísti sem sá fyrrnefndi birti í kvöld.
„Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt.“
Feel a bit sick at Jo's name being used in this way. The best way to honour Jo is for all of us (no matter our views) to stand up for what we believe in, passionately and with determination. But never to demonise the other side and always hold onto what we have in common.
— Brendan Cox (@MrBrendanCox) September 25, 2019
As of tonight, there's a gaping moral vacuum where the office of Prime Minister used to be. I didn't know Jo Cox but I'm certain this man is not fit to speak her name. https://t.co/fg4FlbhP5x
— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 25, 2019
This Prime Minister is a disgrace.@paulasherriff made heartfelt plea for him to stop using inflammatory words like "surrender". She pointed at the plaque for murdered MP Jo Cox, and regular death threats MPs face, quoting such language.
— Jo Swinson (@joswinson) September 25, 2019
Johnson said "humbug".
Utter disgrace.
I get death threats and still I stand up, I don't surrender to fear & aggression. I don't surrender to lowest common denominator of fear to votes. I don't surrender to bullies who call me names. It is not I who have surrendered it is Boris Johnson he has surrendered his dignity.
— Jess Phillips Esq., M.P. (@jessphillips) September 25, 2019