Erlent

Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íbúar flúðu byggingar á svæðinu þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Íbúar flúðu byggingar á svæðinu þegar jarðskjálftinn reið yfir. EPA/ IDHAM
Minnst tuttugu létust þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,5 reið yfir á Mólúkkaeyjum í Indónesíu laust fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma.

Meira en hundrað eru sagðir hafa slasast vegna skjálftans og tvö þúsund þurftu að flýja heimili sín.

Yfirvöld segja að ekki sé hætta á flóðbylgju vegna skjálftans að því er New York Times greinir frá.

Upptök skjálftans urðu skammt norðaustur af borginni Ambon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×