Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 19:00 Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22