Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:07 Bolton hefur verið einn helsti harðlínumaður í utanríkis- og varnarmálum Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann varð ekki langlífur í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16