Erlent

Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ursula von der Leyen lofaði hörðum aðgerðum í loftslagsmálum  á Evrópuþinginu í sumar.
Ursula von der Leyen lofaði hörðum aðgerðum í loftslagsmálum á Evrópuþinginu í sumar. Nordicphotos/AFP
Ursula Von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þann 1. nóvember, hefur í samráði við aðildarríki sambandsins útnefnt tuttugu og sjö fulltrúa sem taka sæti í framkvæmdastjórninni.Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar.Ursula von der Leyen, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins í sumar. Hún verður fyrsta konan til þess að verða forseti framkvæmdarstjórnarinnnar. Hún tekur við embættinu af Jean-Claude Juncker.Hin sextuga Von der Leyen hefur lengi talað fyrir aukinni Evrópusamvinnu og sagði í viðtali við Der Spiegel árið 2011 að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin verða líkari sambandsríkjum.„Þetta er mikil ábyrgð og mín vinna hefst núna,“ sagði Von der Leyen eftir að ljóst varð að hún myndi taka við stöðu forseta framkvæmdastjórnarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu

Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.