Erlent

Von der Leyen nýr for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB

Sylvía Hall skrifar
Von der Leyen er fyrsta konan til þess að verða forseti framkvæmdastjórnarinnar.
Von der Leyen er fyrsta konan til þess að verða forseti framkvæmdastjórnarinnar. Vísir/Getty

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Hún verður þar með fyrsta konan til þess að verða forseti framkvæmdarstjórnarinnnar og mun taka við embættinu þann 1. nóvember næstkomandi af Jean-Claude Juncker.

Von der Leyen var kjörin með 383 atkvæðum gegn 327 og mátti því litlu muna, en hún þurfti 374 atkvæði til þess að ná kjöri.

Hin sextuga von der Leyen hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel þau þrettán ár sem hún hefur verið við völd og hefur lengi verið áberandi innan Kristilega Demókrataflokksins. Hún hefur lengi talað fyrir aukinni Evrópusamvinnu og sagði í viðtali við Der Spiegel árið 2011 að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin verða líkari sambandsríkjum.

„Þetta er mikil ábyrgð og mín vinna hefst núna,“ sagði von der Leyen eftir að ljóst varð að hún myndi taka við stöðu forseta framkvæmdastjórnarinnar.


Tengdar fréttir

Nýir toppar ESB ósammála um Brexit

Á meðal nýrra æðstu embættismanna Evrópusambandsins er ágreiningur um hvernig eigi að nálgast úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.