Erlent

Fyrsta konan til að vera til­nefnd sem for­set­i fram­kvæmd­a­stjórn­ar ESB

Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Ursula von der Leyen yrði fyrsti kvenkyns forseti framkvæmdaráðsins.
Ursula von der Leyen yrði fyrsti kvenkyns forseti framkvæmdaráðsins. Vísir/AP
Ursula von der Leyen varnarmálaráðherra Þýskalands var í dag tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt í Evrópuþinginu.

Í frétt BBC segir að niðurstaðan sé óvænt eftir maraþonviðræður milli leiðtoga aðildarríkja ESB um arftaka Jean Claude Juncker sem lætur af embætti í haust, en von der Leyen er náinn bandamaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var jafnframt tilnefnd sem bankastjóri Seðlabanka Evrópu og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, var tilnefndur sem næsti forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Þá var utanríkis- og Evrópumálaráðherra Spánar, Josep Borrell, tilnefndur til þess að taka við embætti utanríkismálastjóra sambandsins.


Tengdar fréttir

Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker

Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB

Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.