Erlent

Vilja setja bann við meðferð með bælingu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Frá gleðigöngu í Parísarborg.
Frá gleðigöngu í Parísarborg. Nordicphotos/Getty
Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. En það eru meðferðir þar sem reynt er að snúa hinsegin fólki til gagnkynhneigðar, oft á trúarlegum grunni. Gert er ráð fyrir að lögin gangi í gegnum þingið og verði samþykkt á fyrri hluta árs 2020.

Bælingarmeðferðir eru algengar í Bandaríkjunum. Þær hafa oft haft skelfilegar afleiðingar og leitt til sjálfsvíga. Á undanförnum árum hafa stofnanir sem bjóða upp á slíkar meðferðir verið að festa rætur annars staðar, til dæmis í Frakklandi.

Meðferðirnar eru bannaðar í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og Suður-Ameríku. Eina Evrópuríkið sem hefur bannað þær með löggjöf er Malta en sambærileg löggjöf er til skoðunar í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×