Erlent

Tón­listar­maðurinn Daniel John­ston fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Daniel Johnston var órjúfanlegur hluti tónlistarsenunnar í Austin í Texas.
Daniel Johnston var órjúfanlegur hluti tónlistarsenunnar í Austin í Texas. Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Daniel Johnston er látinn, 58 ára að aldri. Fjölmargir tónlistarmenn hafa sagt að einlæg og hrá tónlist Johnstons hafi veitt sér innblástur, þar með talið Kurt Cobain og Lana Del Rey.Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johnston segir að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Texas. Johnston varð þekktur fyrir tónlist sína eftir hann flutti frá Vestur-Virginíu til Austin í Texas þar sem hann dreifði kasettum með tónlist sinni til fólks á götum úti.Þá jókst hróður hans enn frekar þegar sjónvarpsstöðin MTV gerði þátt um tónlistarlífið í Austin árið 1985 þar sem Johnston kom mikið við sögu. Varð hann að nokkurs konar „költhetju“ innan tónlistarheimsins þar sem hann söng oft um glímu sína við þunglyndi og ósvaraða ást.Í frétt BBC kemur fram að Cobain, söngvari Nirvana, hafi á sínum tíma lýst Johnston sem „besta lagasmið heims“, og varð frægt þegar Cobain klæddist bol Johnston á MTV-tónlistarhátíðinni árið 1992.Á meðal þekkta tónlistarmanna og sveita sem hafa flutt ábreiður af lögum Johnston má nefna Pearl Jam, Tom Waits og Sufjan Stevens.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.