Erlent

Þjóðverjar fundust látnir í íbúð á Jótlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Arrild er lítið þorp um þrjátíu kílómetrum frá þýsku landamærunum.
Arrild er lítið þorp um þrjátíu kílómetrum frá þýsku landamærunum. Getty

Lögregla í Danmörku rannsakar nú andlát tveggja Þjóðverja sem fundust látnir í íbúð á Jótlandi í gærdag. Danskir fjölmiðlar segja lögreglu ekki hafa tjáð sig mikið um dauðsföllin, en þó hafa staðfest að þau séu „grunsamleg“.

Jyllands-Posten segir að hin látnu séu eldri borgarar og hafi fundist í ferðamannaíbúð í bænum Arrild við Toftlund á suðvesturhluta Jótlands.

Líkin fundust um klukkan 17 í gærdag að staðartíma og hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á hvernig dauða Þjóðverjanna bar að. Því séu þau skilgreind sem „grunsamleg“.

Ekki hefur fengist staðfest um aldur fólksins eða um ástæður þess að það var í Danmörku. Lögreglu barst ábending um málið, en vill þó ekki upplýsa hvort að sá sem hringdi inn tengist fólkinu á einhvern hátt.

Arrild er lítið þorp um þrjátíu kílómetrum frá þýsku landamærunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.