Íslenski boltinn

KSÍ skoðar að taka upp umspil í Inkasso deildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Knattspyrnusamband Íslands skoðar möguleikann á því að taka upp umspil um sæti í efstu deild í Inkassodeild karla.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræddi við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 um mögulegar breytingar á keppnisfyrirkomulagi íslenska fótboltans.

„Ég hef velt því upp og beðið um skoðun hérna innanhúss á að taka upp umspilsfyrirkomulag í Inkassodeildinni,“ sagði Guðni.

„Ég held að það gæti verið mjög spennandi fyrirkomulag. Ég held að þetta gæti gert gríðarlega mikið fyrir deildina.“

Efsta liðið, deildarmeistararnir, færu beint upp í úrvalsdeildina en liðin í öðru til fimmta sæti færu í umspil um eitt laust sæti.

Þá sagði Guðni bikarkeppni neðri deilda einnig vera í skoðun.

Síðustu misseri hefur aðeins verið rætt um að lengja þurfi keppnistímabilið í efstu deild, meðal annars til þess að gera liðin samkeppnishæfari í Evrópu.

„Ég myndi segja að svona hugmyndir sem koma fram eru góðra gjalda verðar,“ sagði Guðni.

„Mér finnst áhugavert að skoða þetta og við munum gera það á næstu vikum og mánuðum, og þetta er alltaf í skoðun.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.